3.10.05

Sundfundur

Hæhæ!

Næsti fundur er sundfundur og það á að mæta í Jaðarsbakkalaug klukkan fimm (17:00) með sundföt og góða skapið.

Það þarf ekki að koma með pening fyrir sundinu og allir eiga að bíða stilltir og prúðir eftir að ég og Begga komum og koma þá ofan í laugina :)

Skátakveðja!

Nonni

25.9.05

Verkefni! :)

Á næsta fundi fáið þið öll smá tölvu heimaverkefni. Allir eiga að fara inn á heimasíðuna okkar og skrifa í 'comments'´. Það er gert með því að íta á 'Comments' fyrir neðan eitthvað sem er búið að skrifa hingað á forsíðuna. Ég kann ekki að breyta þessu 'Comments' yfir á íslensku svo þetta verður bara að vera á á ensku. Comments þýðir ummæli á íslensku :)

Flestir ættu að komast á netið heima, í skólanum eða hjá vinum og ættingjum en annars verður hægt að fara á netið á fundi einhverntíma seinna og leysa verkefnið.

Ef þið skoðið síðuna fyrir næsta fund, sem er hnífafundur, þá er tilvalið að skrifa á síðuna þá :)

Athugið að krakkarnir þurfa ekki að taka með sér hnífa á fundinn en ef einhver á hníf þá má koma með hann. Við förum yfir hvernig og á að geyma hnífa, hvernig á að rétta þá, svo tálgum við og kannski eitthvað fleira :)

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Skátakveðja! Nonni

21.9.05

Skátablogg !!!

Hæ ein stöðin í póstaleik í dag var að skrifa aðeins inn á nýju síðuna okkar :) Það náðu flestir að skrifa eitthvað inn og hér kemur það:



Hæ hæ þetta er Sigrún það er mjög gaman í skátunum.


Halló þetta er Elva ég er á skátafundi það er rosalega gaman við erum í póstaleik.


helló þetta er Adda Malín, ég er á skátafundi og ég er að klikkast úr stuði er ekki gaman hópurin minn heitir Úlfar.

Hæ hæ þetta er Kristrún Það er mjög gaman og ég byrjaði í skátunum af því að mig langaði að prófa það og það er mjög gaman.


Blessað veri fólkið. Þetta er Ída. Það er mjög gaman í skátunum og ég byrjaði í skátunum út af því að frændi minn og frænka eru í skátunum líka.Hópurinn minn heitir Úlfar :)


Hæhæ þetta er Hrönn.



Hæ þetta er Júlía. Það er mjög gaman í skátunum, ég byrjaði í skátunum af því að næstum því allar vinkonur mínar voru að fara að í skátana og mér langunuaði að prófa líka.



Hæ everybody what's up?. Þetta eru Heiða cool og Unsa Punsa... Það er gaman og gagn i Skátunum!


Hæ þetta er Halli þa er ágætt í skátanum!!!!



Hææææ! Svana Hér..;) er í skátunum..!* Rosa stuð! Við erum í einhveru dóti!
Síja Svana;)



Hæ hæ það er gaman í skátunum! við gerum margt skemtilegt...bæ bæ Aníta Eir!!!


Ég heiti Símon og er nýr í skátunum!



Gaman í skátunum ég er nýr, Magnús


Hæææ. Ég byrjaði í fyrra og er að drífa mig á pizzukvöld í Brekkó, skrifa meira seinna! Gummi

20.9.05

Róm var ekki byggð á einum ...

Hæ hæ! Ekki mikið efni hér ennþá en það breytist vonandi á næstu misserum.

Hugmyndin er að setja inn myndir, fréttir, tilkynningar o.s.fv. inn á síðuna svo að allir geti fylgst með starfinu, jafnt skátar sem foreldrar.

Meira um þetta allt saman seinna ,,, :)